Brotinn Darri Aronsson mætti ristarbrotinn til Frakklands.
Brotinn Darri Aronsson mætti ristarbrotinn til Frakklands. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson missir af nær öllu undirbúningstímabilinu hjá franska félaginu US Ivry vegna meiðsla sem hann varð fyrir skömmu fyrir brottför til Parísar, hvar liðið er staðsett.

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson missir af nær öllu undirbúningstímabilinu hjá franska félaginu US Ivry vegna meiðsla sem hann varð fyrir skömmu fyrir brottför til Parísar, hvar liðið er staðsett. Leikmaðurinn varð fyrir því óláni að ristarbrotna á æfingu.

Darri gerði þriggja ára samning við félagið á dögunum en hann hefur leikið með Haukum undanfarin ár. Darri staðfesti tíðindin við netmiðilinn handbolti.is. Ivry leikur í efstu deild Frakklands á næstu leiktíð eftir eins árs veru í 2. deild.