Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 180 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun. Vegabréfið íslenska situr í 12. sæti á svokallaðri vegabréfsvísitölu Henleys fyrir árið 2022.

Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 180 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun. Vegabréfið íslenska situr í 12. sæti á svokallaðri vegabréfsvísitölu Henleys fyrir árið 2022.

Vísitalan, eða listinn, heldur utan um lönd sem borgarar komast til með vegabréfum landa sinna án sérstakrar vegabréfsáritunar.

Japan er í efsta sæti listans en þau sem eiga japanskt vegabréf geta komist til 193 landa án þess að fá vegabréfsáritun. Singapúr og Suður-Kórea sitja saman í 2. sæti og geta þarlend farið til 192 landa án vegabréfsáritunar. Bandaríkin og Bretland færðust niður á listanum og eru nú í sjötta og sjöunda sæti listans. Úkraína hefur færst upp á listanum og geta eigendur úkraínskra vegabréfa komist til 144 ríkja án vegabréfsáritunar.