Velkomin Patrekur Jón Stefánsson og Haukur Jóhannesson komu upp þessari skreytingu fyrir gesti Mærudaga sem koma að sunnanverðu inn í bæinn.
Velkomin Patrekur Jón Stefánsson og Haukur Jóhannesson komu upp þessari skreytingu fyrir gesti Mærudaga sem koma að sunnanverðu inn í bæinn. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga á Húsavík, segir undirbúning fyrir hátíðina hafa gengið glimrandi vel. Fyrsti viðburðurinn var í gærkvöldi í sundlaug bæjarins. „Búið er að setja upp tvö tívolíum á hátíðarsvæðinu á bryggjunni.

Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga á Húsavík, segir undirbúning fyrir hátíðina hafa gengið glimrandi vel. Fyrsti viðburðurinn var í gærkvöldi í sundlaug bæjarins.

„Búið er að setja upp tvö tívolíum á hátíðarsvæðinu á bryggjunni. Annað er íslenskt og hitt breskt, og er það fastur liður á Mærudögum,“ segir Guðrún.

„Aðaldagurinn okkar er á laugardaginn. Þá er froðurennibraut sem slökkviliðið á Húsavík sér um. Hátíðardagskrá verður á bryggjunni um daginn með alls kyns viðburðum og um kvöldið verður fjögurra tíma tónleikaveisla. Villi naglbítur verður kynnir kvöldsins. Til dæmis verður Tinu Turner-sýning, Aron Can treður upp og húsfirskir trúbadorar, Jónas og Arnþór, sem eru gríðarlega fyndnir gaurar, koma fram.

Við endum Mærudagana með því að sleppa umhverfisvænum skýjaluktum sem eru fríar gestum og gangandi. Við erum hætt flugeldasýningum, en þetta hefur verið fastur liður síðan árið 2018.“

anton@mbl.is