Bjargað Caritas Romana sem Artemisia Gentileschi málaði á 17. öld.
Bjargað Caritas Romana sem Artemisia Gentileschi málaði á 17. öld.
Ítalska lögreglan kom nýverið í veg fyrir að málverkið „Caritas Romana“, sem Artemisia Gentileschi málaði á 17. öld, yrði selt á uppboði til kaupanda utan Ítalíu.

Ítalska lögreglan kom nýverið í veg fyrir að málverkið „Caritas Romana“, sem Artemisia Gentileschi málaði á 17. öld, yrði selt á uppboði til kaupanda utan Ítalíu. Í frétt The Guardian um málið kemur fram að seljandinn hafi reynt að villa um fyrir yfirvöldum til að fá leyfi fyrir því að selja verkið úr landi með því að segja að lærlingur hjá Gentileschi hafi málað verkið, en ekki listakonan sjálf. Slíkt er ólöglegt samkvæmt ítölskum lögum.

Gentileschi er langfrægasti kvenkyns listmálari ítalska barokksins. Verkin sem hún málaði snemma á ferli sínum þykja vera undir sterkum áhrifum frá Caravaggio, sem er sá dáðasti af öllum listmálurum barokktímans. Gentileschi átti fjögurra áratuga feril þar sem hún starfaði í Flórens, Napolí, Feneyjum og Róm, en um tíma var hún einnig hirðmálari í London.