Tölvurisinn Google mun opinberlega hefja prófun á nýjum snjallgleraugum í næstu viku. Snjallgleraugun eiga að búa yfir sambærilegum eiginleikum og Google Maps og Google Translate, ásamt því að vera þægileg og vel útlítandi, allt í senn.

Tölvurisinn Google mun opinberlega hefja prófun á nýjum snjallgleraugum í næstu viku. Snjallgleraugun eiga að búa yfir sambærilegum eiginleikum og Google Maps og Google Translate, ásamt því að vera þægileg og vel útlítandi, allt í senn. Samkvæmt Google eiga gleraugun að geta lóðsað fólk á rétta staði og þýtt upplýsingar á ýmis tungumál. Gleraugunum er ætlað að vera eins konar framlenging á hugrænu atferli fólks sem auðveldar því lífið í daglegum athöfnum. Við þróun gleraugnanna er litið til raunverulegs lífs fólks. Því hefur Google fengið til liðs við sig traust prófunarfyrirtæki sem koma til með að prófa frumgerð á gleraugunum og miðla reynslu sinni af þeim til áframhaldandi framþróunar og fullsköpunar.

Nánar á K100.is