30 ára Knútur er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann flutti tímabundið í miðbæinn í Reykjavík en flutti svo aftur í Hafnarfjörðinn þar sem hann býr í dag.
30 ára Knútur er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann flutti tímabundið í miðbæinn í Reykjavík en flutti svo aftur í Hafnarfjörðinn þar sem hann býr í dag. Hann hefur starfað við eldamennsku frá unga aldri og lærði meðal annars franska matargerð á Hótel Holti áður en hann stofnaði, ásamt Markúsi Inga Guðnasyni og Karli Óskari Smárasyni, veitingastaðinn Le Kock sem er í Tryggvagötu 14. Le Kock býður upp á fjölbreytta rétti og mikið úrval drykkja en matseðillinn er síbreytilegur. „Í grunninn er þetta fremur líkt veitingastaðnum Chili's í Bandaríkjunum að því leytinu að við erum svolítið í öllu. Við reynum að staldra ekki of lengi við einstaka rétti og endurnýjum matseðilinn mjög reglulega. Ég held að við séum með um 30-50 tegundir af bjór, bæði innlendum og erlendum, og erum einnig með mikið úrval af óáfengu. Þá erum við með þrjár tilraunadælur af bjórum sem við róterum mikið.“ Le Kock var að setja nýjan matseðil í gang á dögunum, sem inniheldur m.a. fimm veganrétti. Knútur er í fæðingarorlofi um þessar mundir og ætlar að verja afmælisdeginum með fjölskyldunni.

Fjölskylda Eiginkona Knúts er Theódóra Ingibergsdóttir, f. 25.7. 1993, leikskólaliði. Þau eiga þrjú börn: Klöru, f. 29.3. 2016, Kiljan, f. 30.11. 2018, og Valberg Knútsson, f. 7.6. 2022. Systkini Knúts eru: 1) Hrólfur Hreiðarsson, f. 17.1. 1979, smiður, 2) María Krista Hreiðarsdóttir, f. 31.12. 1973, grafískur hönnuður, 3) Katla Hreiðarsdótir, f. 22.3. 1984, fatahönnuður, innanhússarkitekt og eigandi Volcano Design og Systur&Makar. Foreldrar Knúts eru: Hreiðar Sigurjónsson, f. 30.12. 1951, húsasmiður, og Fríða Ragnarsdóttir, f. 3.7. 1951, kennari.