Stuð Trymbill á fyrri hátíð MBS.
Stuð Trymbill á fyrri hátíð MBS.
Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím fer nú fram í fimmta sinn, en hún stendur í dag og á morgun. „Það er listakollektívið MBS sem stendur að hátíðinni en verkefnið hefur vaxið ört síðan því var fyrst ýtt úr vör árið 2018.

Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím fer nú fram í fimmta sinn, en hún stendur í dag og á morgun. „Það er listakollektívið MBS sem stendur að hátíðinni en verkefnið hefur vaxið ört síðan því var fyrst ýtt úr vör árið 2018. Hingað til hafa tónleikarnir farið fram í og við höfuðstöðvar MBS í Gúlaginu á Oddeyri en í ár verður breyting þar á því hátíðin Mannfólkið breytist í slím 2022 verður haldin í stærðarinnar iðnaðarrými á Óseyri 16.

Markmið hátíðarinnar er að gefa jaðarkúltúr aukið vægi í flóru menningarviðburða á Akureyri og tengja tónlistarsenu bæjarins betur við aðra landshluta. Að auki hefur alltaf verið farin sú leið að halda Mannfólkið breytist í slím utan hefðbundinna tónleikastaða, sem skapar einstaka stemningu og skemmtilegri minningar fyrir bæði gesti og listafólk. Sérstök áhersla er einnig lögð á fjölbreytileika atriða en fram kemur víð flóra tónlistarfólks frá öllum heimshornum,“ segir í tilkynningu.

Á hátíðinni í ár koma fram Anna Richardsdóttir sem er verndari MBS 2022, Ari Orrason, Brenndu bananarnir, Dimensión afrolatina, dj flugvél og geimskip, Dream the name, Drengurinn fengurinn, Drinni & the Dangerous Thoughts, Elli grill, Miomantis, Kjass, Ragga rix, Skrattar, Svartþoka og Volcanova.

Sem fyrr er aðgangur að hátíðinni ókeypis, en „tekið er við frjálsum framlögum sem renna beint í að styðja verkefnið og tryggja framtíð þess. Þannig ráða gestir hvort og hversu mikið þeir vilja greiða í aðgangseyri,“ segir í tilkynningu.

Allar nánari upplýsingar um MBS og dagskrána má nálgast á samfélagsmiðlasíðunum instagram.com/mbsskifur og facebook.com/mbsskifur.