Rey Cup Ungar knattspyrnukonur í Þór og Selfossi berjast um knöttinn.
Rey Cup Ungar knattspyrnukonur í Þór og Selfossi berjast um knöttinn. — Morgunblaðið/Hákon
Alþjóðlega fótboltamótið Rey Cup hélt göngu sinni áfram í Laugardalnum í gær en keppnin hófst á miðvikudaginn og lýkur á sunnudaginn. Um hundrað lið og 1.400 leikmenn í 4. og 3. flokki etja þar kappi.

Alþjóðlega fótboltamótið Rey Cup hélt göngu sinni áfram í Laugardalnum í gær en keppnin hófst á miðvikudaginn og lýkur á sunnudaginn. Um hundrað lið og 1.400 leikmenn í 4. og 3. flokki etja þar kappi.

Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Rey Cup, segir mótið hafa gengið afar vel framan af. Þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún viðstödd sundlaugarpartí sem haldið er árlega í Laugardalslaug fyrir mótsgesti.

Hún segir augljóst að við Íslendingar eigum mikið af ungu og efnilegu knattspyrnufólki sem gaman hafi verið að fylgjast með spila.

Á sunnudaginn fara úrslitaleikir A-liða fram á Laugardalsvellinum, þar sem þeir verða sýndir í beinu streymi.