Höfn Sveitarfélagið greiðir 24,7%.
Höfn Sveitarfélagið greiðir 24,7%. — Morgunblaðið/Golli
Tilboð Húsdeildar ehf. í byggingu hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði hefur verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og sveitarfélaginu Hornafirði.

Tilboð Húsdeildar ehf. í byggingu hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði hefur verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og sveitarfélaginu Hornafirði. Um er að ræða viðbyggingu við eldra heimili, Skjólgarð, sem uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum í dag.

Þetta segir í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Nýtt hjúkrunarheimili verður reist á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Víkurbraut 31. Heilbrigðisráðuneytið og sveitarfélagið Hornafjörður standa saman að framkvæmdunum.

Hornafjörður greiði fjórðung

Fyrirhugað er að reisa nýbyggingu upp á 1.400 m² að stærð og hins vegar gera breytingar á núverandi byggingu, sem er 880 m² að stærð, samtals 2.280m².

Verkefnið verður fjármagnað þannig að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar en sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%.

Miðað er við að framkvæmdir hefjist á haustmánuðum 2022 og að heimilið verði tekið í notkun árið 2024. Áætlaður framkvæmdakostnaður vegna byggingar hjúkrunarheimilisins eru tæplega 2,5 milljarðar króna.

Miðað er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og heimilið verði tekið í notkun árið 2024.