Fé Félagið greiddi 10,5 milljarða í laun.
Fé Félagið greiddi 10,5 milljarða í laun.
Hagnaður samstæðu Samherja nam 17,8 milljörðum króna árið 2021. Söluhagnaður auk hlutdeildar í afkomu hlutdeildarfélaga, aðallega Síldarvinnslunni, nam samtals 12,3 milljörðum króna.

Hagnaður samstæðu Samherja nam 17,8 milljörðum króna árið 2021. Söluhagnaður auk hlutdeildar í afkomu hlutdeildarfélaga, aðallega Síldarvinnslunni, nam samtals 12,3 milljörðum króna. Hagnaður af starfsemi Samherja nam 5,5 milljörðum króna miðað við 4,5 milljarða árið áður. Alls námu rekstrartekjur 56,7 milljörðum króna miðað við 49,6 milljarða króna árið áður. Eignir fyrirtækisins jukust um 18,6 milljarða og námu 128 milljörðum í lok árs. Eigið fé félagsins jókst einnig, um 15,5 milljarða, og nam 94,3 milljörðum króna. Heildarlaunagreiðslur Samherja á síðasta ári námu 10,5 milljörðum króna og hækkuðu um tæplega 10% milli ára. Olíukostnaður félagsins hefur rokið upp og er nú annar stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Samherja.

Á síðustu fimm árum hefur Samherji fjárfest fyrir um 35 milljarða í skipum, tækni og búnaði til sjós og lands.