— Morgunblaðið/Unnur Karen
Leigubílstjóri í Reykjavík gerði sér lítið fyrir og stöðvaði ölvaðan bílþjóf á götum borgarinnar í júlí 1962. Bílnum var stolið frá Úthlíð.

Leigubílstjóri í Reykjavík gerði sér lítið fyrir og stöðvaði ölvaðan bílþjóf á götum borgarinnar í júlí 1962. Bílnum var stolið frá Úthlíð.

„Leigubílstjóri frá BSR mætti þessari bifreið á Háaleitisvegi og sá að eitthvað var skrýtið við akstur bílsins. Sneri hann við og fékk ökumanninn til að stöðva bílinn,“ stóð í frétt Morgunblaðsins. „Reyndist maðurinn mikið ölvaður, réttindalaus og á stolinni bifreið. Kallaði leigubílstjórinn upp stöðina í talstöð sinni og var lögreglunni gert aðvart þaðan. Var stolni bíllinn óskemmdur með öllu, en óvíst hvernig hefði farið, ef leigubílstjórinn hefði ekki stöðvað þessa ökuferð.“

Á sömu síðu var greint frá því að fimm ára drengur hefði óvart lent í sjónum á Akranesi. Vélstjórinn á Ásbirni, sem lá við bryggju, var skjótastur að bregðast við, reif sig úr vaðstígvélum og jakka, stakk sér eftir drengnum og synti með hann að. „Að því búnu náðu menn upp úr honum sjó er hann hafði drukkið. Var hann síðan fluttur heim og háttaður ofan í rúm,“ sagði Morgunblaðið.