Guðbjörg Ringsted
Guðbjörg Ringsted
Guðbjörg Ringsted opnar sýningu á nýjum málverkum í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 14. Guðbjörg útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982 og vann í grafík þar til hún sneri sér að málverkinu 2007.
Guðbjörg Ringsted opnar sýningu á nýjum málverkum í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 14. Guðbjörg útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982 og vann í grafík þar til hún sneri sér að málverkinu 2007. „Viðfangsefni Guðbjargar hafa verið blóm sem sótt eru í blómamunstur af íslenskum kvenþjóðbúningum. Blómin fá þó visst frelsi í meðförum hennar og eignast sitt eigið líf,“ segir í tilkynningu. Guðbjörg var valin bæjarlistamaður Akureyar 2012 og hefur hannað bæði jólafrímerki og jólaprýði Póstsins. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 1. ágúst.