HMS Portland hefur auga með rússneskum kafbáti.
HMS Portland hefur auga með rússneskum kafbáti.
Rússnesku kafbátarnir Severodvinsk og Vepr lónuðu fyrir utan Bergen í Noregi nú í vikunni. Þetta upplýsir norski sjóherinn þarlent ríkisútvarp, NRK , um, en það var breska herskipið HMS Portland sem varð kafbátanna vart.

Rússnesku kafbátarnir Severodvinsk og Vepr lónuðu fyrir utan Bergen í Noregi nú í vikunni. Þetta upplýsir norski sjóherinn þarlent ríkisútvarp, NRK , um, en það var breska herskipið HMS Portland sem varð kafbátanna vart.

Rússar héldu sig þó utan norskrar lögsögu og á alþjóðlegu hafsvæði. Engu að síður er það gömul saga og ný að þeir gumi af styrk norðurflota síns við strendur Noregs og sýni þar mátt sinn og megin. Elisabeth Eikeland majór segir þó fátt að óttast, fley Atlantshafsbandalagsins, NATO,fylgist grannt með ferðum rússneskra herfara í norðurhöfum.