Mike Patton er á batavegi.
Mike Patton er á batavegi.
Heilsa „Glímunni er ekki lokið – en ég er betri,“ segir Mike Patton í samtali við tímaritið Rolling Stone en rokkböndin Faith No More og Mr.
Heilsa „Glímunni er ekki lokið – en ég er betri,“ segir Mike Patton í samtali við tímaritið Rolling Stone en rokkböndin Faith No More og Mr. Bungle þurftu bæði að aflýsa tónleikum seinasta haust vegna skyndilegra andlegra veikinda söngvarans. Hann segir auðvelt að kenna heimsfaraldrinum um hvernig fór en þó ekki. „Til að byrja með hugsaði ég með mér: Þetta er geggjað. Ég get bara verið heima og hljóðritað. Ég er með heimastúdíó. Síðan fór eitthvað úrskeiðis og ég varð algjörlega einangraður og hér um bil andfélagslegur og smeykur við fólk. Þannig kvíði, eða hvað menn vilja kalla það, getur leitt til annarra kvilla, sem ég vil ekki ræða frekar. En ég leitaði til fagmanna og líður betur og er nálægt því að snúa aftur. Fyrstu tónleikarnir verða í lok ársins.“