Týr Viðskiptablaðsins fjallar um hræsni og umhverfismál og telur mikilvægt vísindunum að spyrja gagnrýninna spurninga, nema hvað. Týr segir gríðarlega fjármuni „flæða í nafni sjálfbærni án þess að hafa áhrif á umhverfið.

Týr Viðskiptablaðsins fjallar um hræsni og umhverfismál og telur mikilvægt vísindunum að spyrja gagnrýninna spurninga, nema hvað. Týr segir gríðarlega fjármuni „flæða í nafni sjálfbærni án þess að hafa áhrif á umhverfið. Skattar og gjöld sem innheimt eru í nafni sjálfbærni flæða allt annað. Ótrúlegt magn af fjármagni fyrirtækja fer í að tikka í einhver gagnslaus ESG-box með skriffinnsku (frekar en raunverulegum aðgerðum) og svo markaðssetningu á dyggðinni, enda er fjármögnun fyrirtækja orðin háð því að dyggðin sé auglýst sem mest.

Hræsnin í þessu öllu saman blasir við, til dæmis var rafbílaframleiðandanum Tesla sparkað úr ESG-hlutabréfavísitölunni vegna skorts á losunarstefnu, á sama tíma og tvö olíufyrirtæki voru tekin inn.“ (Fyrir þá sem ekki þekkja, þá fjallar þetta ESG um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja með sérstaka áherslu á sjálfbærni, skipt í umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti, þ.e. UFS, eða ESG á ensku.)

Týr segir lausnina felast í frjálsum markaði fremur en regluverki: „Það myndi flýta töluvert fyrir ef fjármagn myndi heldur flæða í rannsóknir, þróun og nýsköpun en þessa ESG-svikamyllu sósíalistanna. Hugvitið er nefnilega stöðugt að leita leiða til að auka nýtingu og gera betur. Ekki vegna þess að heimsendir sé í nánd, heldur vegna þess að allir græða á því.“