Grindavík Floti Vísis við festar í Grindavíkurhöfn; Þorbjörn gnæfir í baksýn.
Grindavík Floti Vísis við festar í Grindavíkurhöfn; Þorbjörn gnæfir í baksýn. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verði af sölu sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík til Síldarvinnslunnar munu seljendurnir greiða um 4,4 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt til ríkisins. Greint var frá samkomulagi um kaupin fyrr í mánuðinum, en eftir er að staðfesta þau.

Verði af sölu sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík til Síldarvinnslunnar munu seljendurnir greiða um 4,4 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt til ríkisins. Greint var frá samkomulagi um kaupin fyrr í mánuðinum, en eftir er að staðfesta þau.

Kaupverðið nam um 20 milljörðum króna, um 6 ma. kr. í reiðufé en 14 í hlutabréfum í Síldarvinnslunni, og auk þess hyggst Síldarvinnslan taka á sig 11 ma. kr. skuldir Vísis. Gera má ráð fyrir að megnið af reiðufénu verði goldið í ríkissjóð þegar allt er talið. 18