Grafarvogur Kristín Anítudóttir Mcmillan hjá HK og Sara Montoro hjá Fjölni eigast við á Extra-vellinum í Grafarvoginum í gærkvöldi.
Grafarvogur Kristín Anítudóttir Mcmillan hjá HK og Sara Montoro hjá Fjölni eigast við á Extra-vellinum í Grafarvoginum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
FH náði í gær eins stigs forskoti á toppi 1. deildar kvenna í fótbolta, Lengjudeildarinnar. FH-ingar unnu sannfærandi 3:0-sigur á Víkingi á útivelli og komu í leiðinni í veg fyrir að Víkingur blandaði sér af alvöru í toppbaráttuna að sinni.

FH náði í gær eins stigs forskoti á toppi 1. deildar kvenna í fótbolta, Lengjudeildarinnar. FH-ingar unnu sannfærandi 3:0-sigur á Víkingi á útivelli og komu í leiðinni í veg fyrir að Víkingur blandaði sér af alvöru í toppbaráttuna að sinni. Esther Rós Arnarsdóttir kom FH yfir í fyrri hálfleik og þær Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Berglind Þrastardóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik.

HK skaust upp í annað sætið með 1:0-útisigri á Fjölni í Grafarvoginum. Hin bandaríska Gabriella Coleman skoraði sigurmarkið á 62. mínútu og hefur hún gert fimm mörk í tíu leikjum í sumar.

HK-ingar nýttu sér að Tindastóll missteig sig á heimavelli gegn Fylki. Murielle Tiernan kom Tindastóli yfir á 43. mínútu með sínu sjötta marki í deildinni í sumar. Hún hefur alls skorað 55 mörk í 44 leikjum í næstefstu deild hér á landi. Það dugði hins vegar ekki til sigurs, því Hulda Hrund Arnarsdóttir jafnaði á 59. mínútu og þar við sat.

Þá vann Grindavík 2:1-útisigur á Haukum þar sem Tinna Hrönn Einarsdóttir skoraði sigurmarkið.