Amma Ein ljósmyndanna sem Daníel Christianworthy sýnir.
Amma Ein ljósmyndanna sem Daníel Christianworthy sýnir.
Fjöllistamaðurinn Daníel Halldór Guðmundsson, sem notar listamansnafnið Daníel Christianworthy, opnaði í vikunni sína fyrstu sýningu í Núllinu Bankastræti. „Listamaðurinn spyr: Hvað ef amma væri lundi?

Fjöllistamaðurinn Daníel Halldór Guðmundsson, sem notar listamansnafnið Daníel Christianworthy, opnaði í vikunni sína fyrstu sýningu í Núllinu Bankastræti.

„Listamaðurinn spyr: Hvað ef amma væri lundi? Sýningargestum er boðið í forvitnilegan göngutúr með ömmu í gegnum ýmis listform þar sem túrisminn og lundaveiðar nútímans eru til rannsóknar. Göngutúrinn er einungis í krókum og kimum miðbæjarins og ekki er spurt um veður og vind þegar farið er í göngutúrana,“ segir í tilkynningu frá listamanninum.

Sýningin er opin í dag, laugardag, milli kl. 12 og 19. Aðgangur er ókeypis.