Ferja Viðey handan við sundið.
Ferja Viðey handan við sundið. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, leiðir náttúrugöngu í Viðey í dag.

Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, leiðir náttúrugöngu í Viðey í dag. „Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra ásamt því sem fylgst verður með fuglalífi á eynni. Horft verður á hafið og sagðar þjóðsögur af marbendli, margýgjum, hafmönnum, hafströmbum og öðrum verum sem búa í hafinu. Spáð verður í uppruna huldufólks og sögð saga sem tengist Magnúsi Stephensen konferenzráði og huldukonu einni. Gangan er jafnt fyrir börn og fullorðna.

Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 12.15.“