Í tilefni af útgáfu á smáskífunni Brighter Day munu systkinin Anna Sóley og Mikael Máni Ásmundsbörn bjóða gestum og gangandi á tónleika í dag, laugardag.
Í tilefni af útgáfu á smáskífunni Brighter Day munu systkinin Anna Sóley og Mikael Máni Ásmundsbörn bjóða gestum og gangandi á tónleika í dag, laugardag. Tónleikarnir fara fram í plötuversluninni Smekkleysu við Hjartatorg í Reykjavík og hefjast klukkan 14. Lagið Brighter Day er eftir Önnu Sóleyju og kom út á öllum helstu streymisveitum í gær, föstudag, en lagið er forsmekkur af væntanlegri plötu hennar sem mun bera nafnið Modern Age Ophelia. Tónleikarnir munu standa yfir í 40 mínútur en systkinin mynda hljómfagurt dúó sem vert er að heyra. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Stak og Sumarborgina og er frítt inn fyrir unga sem aldna á meðan húsrúm leyfir.