Jawole Willa Jo Zollar
Jawole Willa Jo Zollar
Danshöfundurinn Jawole Willa Jo Zollar hlaut hin virtu Gish-verðlaun er þau voru afhent í 29. sinn í vikunni. Var hún valin úr hópi ríflega 100 listamanna sem tilnefndir voru. Að launum hlýtur Zollar 250.000 dali (um 34 milljónir ísl. kr.
Danshöfundurinn Jawole Willa Jo Zollar hlaut hin virtu Gish-verðlaun er þau voru afhent í 29. sinn í vikunni. Var hún valin úr hópi ríflega 100 listamanna sem tilnefndir voru. Að launum hlýtur Zollar 250.000 dali (um 34 milljónir ísl. kr.) en um er að ræða hæstu peningaupphæð verðlauna sem listamaður getur hlotið í Bandaríkjunum. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að útvíkka mörk lista og stuðla að samfélagslegum breytingum. Zollar stofnaði 1984 danshópinn Urban Bush Women með það að markmiði að rannsaka sjálfsmynd hörundsdökkra og kerfisbundna kúgun þeirra í Bandaríkjunum. „Ég er aldrei meðvitað að reyna að hafa áhrif eða reyna að vekja athygli. Ég held að það sé bara innbyggt í erfðamengi mitt að hugsa út fyrir sjálfa mig,“ segir Zollar við The New York Times .