Plötuumslag 5150.
Plötuumslag 5150.
Bræðurnir Alex og Eddie Van Halen stofnuðu Van Halen árið 1972. Þeir fæddust í Hollandi 1953 og 1955 en fjölskyldan settist að í Pasadena í Kaliforníu árið 1962.
Bræðurnir Alex og Eddie Van Halen stofnuðu Van Halen árið 1972. Þeir fæddust í Hollandi 1953 og 1955 en fjölskyldan settist að í Pasadena í Kaliforníu árið 1962. Alex leikur á trommur en Eddie er einn dáðasti gítarleikari rokksögunnar, réttnefndur virtúós. Gítarleikur hans var alla tíð aðalsmerki bandsins, auk spartverskra tilburða á sviði, ekki síst af hálfu upprunalega söngvarans, Davids Lees Roths. Fjórði meðlimurinn í bandinu var lengst af bassaleikarinn Michael Anthony en Wolfgang Van Halen, sonur Eddies, leysti hann af hólmi seinustu árin sem bandið starfaði en það var formlega lagt niður 2020 þegar Eddie lést eftir langvarandi baráttu við krabbamein, 65 ára að aldri. Frægustu plötur Van Halen eru líklega 5150 og 1984, sem kom út það ár, en margir aðdáendur halda þó líklega meira upp á fyrstu plöturnar, Van Halen, Van Halen II, Women and Children First og Fair Warning, sem komu út á árunum 1978-81.