Meðal mynda Alfredo Esparza Cárdenas.
Meðal mynda Alfredo Esparza Cárdenas.
Ljósmyndasýningin Stöðvarfjörður (2017-2034 ) verður opnuð í Þórsmörk í Neskaupstað í dag og stendur til 31. júlí.

Ljósmyndasýningin Stöðvarfjörður (2017-2034 ) verður opnuð í Þórsmörk í Neskaupstað í dag og stendur til 31. júlí. Þar sýnir Alfredo Esparza Cárdenas afrakstur langtímaljósmyndaverkefnis, en hann hefur síðustu fjögur ár ljósmyndað hús og umhverfi Stöðvarfjarðar.

Í dag, laugardag, kl. 16 verður á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði vígð veggmynd. „Ungir listamenn úr skapandi sumarstörfum í Fjarðabyggð lögðu lóð sitt á vogarskálarnar og aðstoðuðu listamann úr heimabyggð, Marc Alexander sem býr á Fáskrúðsfirði, við að myndskeyta brúna fyrir ofan Franska spítalann. Myndin sýnir samband Fáskrúðsfjarðar við hina frönsku arfleifð auk tenginga við Austfirðina á skemmtilegan máta,“ segir í tilkynningu.