Dakota Johnson er víst ekki í stuði í Persuasion.
Dakota Johnson er víst ekki í stuði í Persuasion. — AFP/Dave Kotinsky
Afhroð Synd væri að segja að breska dagblaðið The Independent sé hrifið af kvikmyndinni Persuasion, sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Jane Austen, og kom nýlega inn á efnisveituna Netflix.
Afhroð Synd væri að segja að breska dagblaðið The Independent sé hrifið af kvikmyndinni Persuasion, sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Jane Austen, og kom nýlega inn á efnisveituna Netflix. Þvert á móti segir gagnrýnandi blaðsins, Amanda Whiting, hér um sögulega lægð í kvikmyndagerð að ræða. Allt fer víst úrskeiðis eftir aðeins níutíu sekúndur, sem getur farið úrskeiðis, með aðalleikkonuna, Dakotu Johnson, í broddi fylkingar. Whiting segir blæti Hollywood fyrir sögum sem þegar hafa verið sagðar orðið vandræðalegt og biður frekar um Top Gun 3 – af tvennu illu.