Hljómsveitin Reykjavíkurdætur sendi frá sér nýtt lag um helgina. Lagið ber titilinn Sirkús og frumfluttu dæturnar lagið í Druslugöngunni á Austurvelli í gær.

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur sendi frá sér nýtt lag um helgina. Lagið ber titilinn Sirkús og frumfluttu dæturnar lagið í Druslugöngunni á Austurvelli í gær. Reykjavíkurdætur fóru alla leið í stíliseringu fyrir lagið og hefur öllu verið til tjaldað vegna útgáfu lagsins. Skarta þær stórglæsilegri íslenskri hönnun frá KRON by KRONKRON en fatnaðurinn fangar fullkomlega stemninguna í laginu. Minna þau helst á ævintýrin sem gerast í fjölleikahúsinu sem Reykjavíkurdætur syngja og rappa um í þessum nýja smelli á meðan hlustendur geta séð skemmtiatriði á borð við loftfimleika, línudans, tamin dýr og töfrabrögð ljóslifandi fyrir sér.

Nánar á K100.is