Sigursæll Hannes Hlífar við taflið.
Sigursæll Hannes Hlífar við taflið. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hannes Hlífar Stefánsson, sem varð fimmtugur hinn 18. júlí sl., má heita jafngamall „einvígi aldarinnar“ milli Fischers og Spasskís og sumir hafa þóst greina fyrirboða fæðingar kappans í nokkrum frægari leikjum Fischers, 29. ...

Hannes Hlífar Stefánsson, sem varð fimmtugur hinn 18. júlí sl., má heita jafngamall „einvígi aldarinnar“ milli Fischers og Spasskís og sumir hafa þóst greina fyrirboða fæðingar kappans í nokkrum frægari leikjum Fischers, 29. ... biskup tekur peð á Hannes 2 í fyrstu skák, 11. júlí, og síðan 11. ... riddari til Hannes 5 í þriðju skák, 15. júlí. Fjórða skákin var svo tefld fæðingardaginn, 18. júlí, og þar missti Spasskí sennilega af vinningi í 31. leik, hrókur til Hannes 4.

Þessi dáðadrengur hefur aldrei verið mikið fyrir að flíka afrekum sínum, sem eru einhver þau mögnuðustu sem nokkur íslenskur skákmaður hefur unnið. Hann varð heimsmeistari sveina árið 1987, 14 ára gamall, Íslandsmeistari 13 sinnum og efstur fimm sinnum á Reykjavíkurskákmótum.

Hannes mun hefja taflmennsku á sínu 16. ólympíumóti á Indlandi á næstu dögum en þar var hann fyrst með 19 ára í Manila 1992 og lét sig ekki muna um að krækja sér í bronsverðlaun meðal fyrstu varamanna. Íslenska sveitin varð í 5.-7. sæti. Ótalin eru þau fjölmörgu alþjóðlegu skákmót sem Hannes hefur unnið.

Hannes er einn þeirra ágætu skákmanna sem fundu sinn stíl strax á unga aldri. Hann er beittur í byrjunum og er óvæginn nái hann frumkvæðinu; heldur þræði allt til enda gegn hverjum sem er. Hann vann Magnús Carlsen á Reykjavíkurmótinu 2004 og margan frægan kappann hefur hann lagt að velli. Lykilsigur fyrir TR, sem vann öflugt lið Bayern München árið 2004, fylgir hér:

EM taflfélaga, Eupen 1994

Hannes Hlífar Stefánsson – Artur Jusupov

Petroffs-vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 exd4 4. e5 Re4 5. Dxd4 d5 6. exd6 Rxd6 7. Rc3 Rc6 8. Df4 g6 9. Be3 Bg7 10. 0-0-0 Be6 11. Rg5 0-0 12. h4 Be5 13. Df3

„Vélarnar“ mæla með 13. Da4. Jusupov, sem var þekktur fyrir „menntuð uppskipti“, gat leikið 13. ... bxc3!? 14. bxc3 De7 með flókinni stöðu.

13. ... h5 14. Rxe6 fxe6 15. Dh3 Df6 16. Bg5 Bf4 17. Bxf4 Dxf4 18. Kb1 Hae8 19. Be2

Hann skeytir engu um f2-peðið; 19. ... Dxf2 má svara með 20. Hhf1 Dc5 21. Hg1 ásamt g2-g4.

19. ... Re5 20. Hhe1 Hf5 21. f3 Db4 22. a3 Db6 23. g4 Hf4 24. gxh5 Rdc4

Jusupov batt vonir við þennan leik en Hannes var viðbúinn.

25. Bxc4 Rxc4 26. b3 Rxa3+ 27. Kc1 Df2 28. He2 Dxf3 29. Dxf3 Hxf3 30. Kb2

Riddarinn á a3 á engan reit.

30. ... c6 31. Re4 Rb5 32. c4 Rc7

33. Hd7!

Eftir þennan leik er svartur algerlega varnarlaus.

33. ... Ra6 34. hxg6 Hef8 35. g7 H8f7 36. Hd8+ Kxg7 37. Hg2+ Kh7 38. Rg5+

Hrókurinn á f3 fellur óbættur svo Jusupov gafst upp.

Árið 1998 fórum við Hannes á mót hugbúnaðarfyrirtækisins Lost boys í Antwerpen, eitt sterkasta opna mót þess árs. Hannes varð einn efstur með 7½ vinning af 9. Stigahæsti skákmaður Hollendinga entist í 18 leiki.

Lost boys-mótið, Antwerpen 1998; 8. umferð:

Hannes Hlífar Stefánsson – Jerome Piket

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Be3 Be7 10. f3 Rxd4 11. Bxd4 b5 12. Kb1 Da5 13. a3 Hb8 14. f4 b4 15. Bxf6 Bxf6 16. Dxd6 Hb6?

Sikileyjarvörnin er alltaf vandmeðfarin. Minnstu mistök eru dýr. Svartur gat fengið teflanlega stöðu með 16. ... Db6.

17. axb4! Dxb4

18. Bb5+!

Þrumuleikur sem knúði Piket til uppgjafar, 18. ... Hxb5 er svarað með 19. Dc6+ Ke7 20. Dc7+! og mátar.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)