Þýskt Flatmatað fyrir utan þinghúsið í Berlín. Í Þýskalandi hefur verið steikjandi hiti að undanförnu og hiti gjarnan farið yfir 30 gráðurnar. Enn hlýrra hefur verið sunnar í Evrópu.
Þýskt Flatmatað fyrir utan þinghúsið í Berlín. Í Þýskalandi hefur verið steikjandi hiti að undanförnu og hiti gjarnan farið yfir 30 gráðurnar. Enn hlýrra hefur verið sunnar í Evrópu. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sólin sendir hlýja geisla á Evrópu. Stríðið í Úkraínu er skelfing en í öðrum löndum er léttara hjal ráðandi.

Í Evrópu hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið á síðustu dögum. Mælar sýna jafnvel dögum saman 40 stiga hita og eðlilega kemur slíkt fólki á óvart. Ítalía til dæmis hefur verið algjör hitapottur og sama má segja um Grikkland og Íberíuskagann, þar sem eru Portúgal, Spánn, Andorra og Gíbraltar. Hitinn hái hefur kostað mannslíf og kveikt skógarelda, sem slökkviliðsmenn berjast við.

Bylgja og breytingar

Í Þýskalandi hefur sömuleiðis skapast ýmis vandi af þessum sökum, svo sem vegna þess að lækka er farið í skipaskurðum sem eru mikilvægar flutningsæðar þar í landi. Aðdrættir á ýmsum varningi hafa því raskast og var þó varla á slíkan vanda bætandi. Vísindamenn segja að hitabylgjan nú sé hugsanlega aðeins upphaf þess sem koma skal; loftslagsbreytingar séu mjög að auka öfgar í veðráttu.

Til er þó fólk sem lætur þetta sér í léttu rúmi liggja og sleikir sólina, eins og sást stað meðal annars í Berlínarborg. Víða um Úkraínu heyrist sprengjugnýr og glamur í byssukjöftum. Rússar herða enn á sókn sinni þar í landi og ætla ekkert að gefa eftir þótt vígstaðan virðist ekki góð. Og einmitt þá er gripið til verstu bragða; hús brennd, ráðist á saklausa borgara og börn. Skriðdrekar á fullri ferð og miskunnarleysi algjört. Fréttamyndir úr landinu eru áhrifaríkar.

Glaumur í París

Í frönsku höfuðborginni er glaumur. Skammt er um liðið frá Bastilludeginum, þjóðhátíð Frakka, og mikið var sömuleiðis um að vera nú í vikunni þegar krónprinsinn Sheikh Mohamed bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, oft nefndur MBZ , sem er nýskipaður forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, kom þangað í heimsókn. Í Bretlandi var Karl krónprins svo á ferðinni meðal landa sinna; heimsótti handverksfólk og leit á listmuni þess. sbs@mbl.is