Baldvin Snær Hlynsson
Baldvin Snær Hlynsson
Baldvin Snær Hlynsson djasspíanóleikari kemur fram á þriðju tónleikum raðarinnar Velkomin heim sem fram fara í Hörpuhorni á morgun, sunnudag, kl. 16. Með Baldvini spilar Ari Bragi Kárason trompetleikari.

Baldvin Snær Hlynsson djasspíanóleikari kemur fram á þriðju tónleikum raðarinnar Velkomin heim sem fram fara í Hörpuhorni á morgun, sunnudag, kl. 16. Með Baldvini spilar Ari Bragi Kárason trompetleikari. Á efnisskránni verða ný verk sem Baldvin Snær hefur samið fyrir dúettinn.

Baldvin Snær lauk BA-gráðu í djasspíanóleik og hefur gefið út djassplötur undir eigin nafni. Auk þess hefur hann unnið mikið sem „session hljóðfæraleikari og pródúsent í hljóðveri með alls konar tónlistarfólki. Þar á meðal eru HipsumHaps, Sturla Atlas, ClubDub, Kristín Sesselja, Auður, Herra Hnetusmjör, Salóme Katrín, Salsakommúnan og Draumfarir,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að tónleikaröðinni, sem er samstarfsverkefni FÍT-klassískrar deildar FÍH, FÍH og Hörpu, sé ætlað að bjóða ungt tónlistarfólk úr röðum klassískra og djasstónlistarmanna velkomið heim þegar það lýkur námi erlendis.