Skapandi Sólborg Valdimarsdóttir og Júlía Traustadóttir flytja sönglög.
Skapandi Sólborg Valdimarsdóttir og Júlía Traustadóttir flytja sönglög.
Sólborg Valdimarsdóttir píanisti og Júlía Traustadóttir sópran flytja íslensk sönglög í stofunni á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16.

Sólborg Valdimarsdóttir píanisti og Júlía Traustadóttir sópran flytja íslensk sönglög í stofunni á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru lög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Halldórs Laxness úr Sjálfstæðu fólki og lög úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárns.

Í tilkynningu frá Gljúfrasteini kemur fram að Júlía hafi lokið B.Mus. í sönglist frá Royal College of Music í Lundúnum 2011 og meistaranámi í söng- og tónlistarkennslu frá Listaháskóla Íslands 2018. Sólborg lauk B.Mus. frá LHÍ 2009 og mastersprófi frá Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum 2011. Hún hafi síðan verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi.