Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir aðspurður gert ráð fyrir að það verði hagnaður af rekstri fyrirtækisins á síðari helmingi ársins. En hvernig er arðsemin í sögulegu samhengi af hverjum farþega?

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir aðspurður gert ráð fyrir að það verði hagnaður af rekstri fyrirtækisins á síðari helmingi ársins. En hvernig er arðsemin í sögulegu samhengi af hverjum farþega?

„Við höfum náð miklum árangri í að auka einingatekjur. Það er góð stígandi þar. Við gerum ráð fyrir að auka þær enn frekar á þriðja ársfjórðungi. Það gerist meðal annars með bættri sætanýtingu en við höfum til dæmis náð verulegum árangri í að bæta nýtingu og sölu á Saga premium-farrými. Það styrkir tekjugrunninn mikið.

Við munum halda áfram að byggja félagið upp og reiknum með að á þriðja fjórðungi verðum við komin í 83% af framleiðslu ársins 2019 og að hlutfallið verði komið í 90% á fjórða fjórðungi. Við höfum jafnframt tryggt okkur flugvélar til að vaxa enn frekar en það koma fjórar nýjar MAX-þotur í flotann í haust og tvær til viðbótar eftir sumarið 2023,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.