— Morgunblaðið/Hákon
Nýi Landspítalinn fer senn að taka á sig mynd, þótt miklar framkvæmdir séu eftir enn. Sem sjá má mun hann skyggja á útsýnið frá horni Laufásvegs og Barónsstígs út yfir Hlíðarenda.
Nýi Landspítalinn fer senn að taka á sig mynd, þótt miklar framkvæmdir séu eftir enn. Sem sjá má mun hann skyggja á útsýnið frá horni Laufásvegs og Barónsstígs út yfir Hlíðarenda. Stefnt er að því að framkvæmdum við öll hús hins nýja spítala verði lokið á næsta áratug. Þá er áætlað að nýr meðferðarkjarni eða sjálft sjúkrahúsið verði tekið í notkun árin 2025 til 2026 ef allt gengur að óskum.