Gítarleikari Reynir Hauksson.
Gítarleikari Reynir Hauksson.
Tríó Reynis Haukssonar heldur sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á morgun, sunnudag, kl. 16. Tríóið skipa Reynir Hauksson á flamenco-gítar, Einar Scheving á slagverk og Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa.
Tríó Reynis Haukssonar heldur sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á morgun, sunnudag, kl. 16. Tríóið skipa Reynir Hauksson á flamenco-gítar, Einar Scheving á slagverk og Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa. „Útgangspunktur tríósins er íslensk tónlist í flamenco-búningi. Reynir hefur búið á Spáni síðustu árin þar sem hann hefur starfað sem flamenco-gítarleikari og hefur útsett mörg íslensk lög fyrir flamenco-gítar. Þetta er fjórða tónleikaárið í Hallgrímskirkju í Saurbæ, en grunnhugmynd tónleikanna, sem haldnir verða í kirkjunni sjálfri, er að viðhalda staðnum sem menningarstað og mun hann með tímanum vonandi verða aðdráttarafl fyrir landsmenn sem og erlenda ferðamenn,“ segir í tilkynningu. Miðar eru seldir við innganginn.