Áttundu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Sumarjazz á Jómfrúnni fara fram utandyra á Jómfrúartorginu í dag, laugardag, milli kl. 15 og 17. Þar kemur fram Latínkvartett trommuleikarans Einars Scheving.
Áttundu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Sumarjazz á Jómfrúnni fara fram utandyra á Jómfrúartorginu í dag, laugardag, milli kl. 15 og 17. Þar kemur fram Latínkvartett trommuleikarans Einars Scheving. Með honum leika Ari Bragi Kárason á trompet, Eyþór Gunnarsson á píanó og Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa. Eftir hlé bætist við söngkonan Sessý Magnúsdóttir. „Gera má ráð fyrir hressilegri latínmúsík af bestu gerð,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum. Sem fyrr er aðgangur ókeypis.