Gallerí Grótta Nokkur verka Margrétar Jónsdóttur sem sjá má á sýningunni.
Gallerí Grótta Nokkur verka Margrétar Jónsdóttur sem sjá má á sýningunni.
Margrét Jónsdóttir hefur opnað sýninguna Óbærilegur léttleiki tilverunnar í Gallerí Gróttu. „Ég er sífellt að túlka það sem ég skynja í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu minni og samfélaginu.

Margrét Jónsdóttir hefur opnað sýninguna Óbærilegur léttleiki tilverunnar í Gallerí Gróttu. „Ég er sífellt að túlka það sem ég skynja í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu minni og samfélaginu. Verkin sem ég sýni núna eru unnin í Frakklandi en ég lokaðist þar inni, ein og yfirgefin, vegna slyss og fötlunar sem var afleiðing þess, ásamt vírusógninni sem lokaði landinu og kom í veg fyrir allar ferðir,“ skrifar Margrét um sýningu sína.

Margrét hefur starfað að myndlist sinni á Íslandi og í Frakklandi síðustu 50 ár. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk mastersnámi við Central Saint Martins College of Art í London. Hún hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér- og erlendis. Hún er einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 og einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Sýningin stendur til 19. ágúst og er opin virka daga kl. 10-18.30 og föstudaga kl. 10-17.