Rannveig Þórisdóttir
Rannveig Þórisdóttir — Ljósmynd/Ríkislögreglustjóri
Svikapóstar sem hafa verið sendir út, merktir lögreglu, dómsmálaráðuneyti og nafni ríkislögreglustjóra, hafa valdið einstaklingum uppnámi. Málið er í skoðun hjá ríkislögreglustjóra. Embættið varaði fyrist við tölvupóstunum þann 13.

Svikapóstar sem hafa verið sendir út, merktir lögreglu, dómsmálaráðuneyti og nafni ríkislögreglustjóra, hafa valdið einstaklingum uppnámi. Málið er í skoðun hjá ríkislögreglustjóra. Embættið varaði fyrist við tölvupóstunum þann 13. júlí en þeir eru enn í dreifingu. Að sögn Rannveigar Þórisdóttur, sviðsstjóra ríkislögreglustjóra, hefur erfiðlega gengið að hafa uppi á þrjótunum, sem standa að baki þessum sendingum, þar sem tölvupóstarnir fara í gegnum erlenda miðlara og margar mismunandi IP-tölur hafa verið notaðar.

„Það er alltaf rosalega erfitt að stöðva svikapósta. Við vitum ekki hver er að þessu en þetta mál, eins og öll önnur, erum við enn að skoða og leita leiða til að stöðva þessar sendingar. Við höfum verið að beita þeim tækjum og tólum sem við getum en þetta er enn í dreifingu, því miður,“ segir Rannveig og bætir við: „Þá virðist vera að þessum pósti sé beint að fullorðnu fólki – eða einstaklingum í eldri kantinum, sem taka þessu mögulega alvarlegar og bregður meira.“