Þórir Haraldsson
Þórir Haraldsson
Vonir standa til þess að kornverð fari lækkandi á heimsvísu eftir að samkomulag náðist um að Úkraínumenn gætu flutt út korn um hafnir í Svartahafi, en Úkraína er eitt helsta kornútflutningsríki heims.

Vonir standa til þess að kornverð fari lækkandi á heimsvísu eftir að samkomulag náðist um að Úkraínumenn gætu flutt út korn um hafnir í Svartahafi, en Úkraína er eitt helsta kornútflutningsríki heims.

Þórir Haraldsson, forstjóri Líflands, segir í samtali við Morgunblaðið að tíðindin séu einkar ánægjuleg, en Lífland flytur inn korn og framleiðir Kornax hveiti.

„Við gerum okkur vonir um að þetta hafi þau áhrif að hveitikornið lækki og það komi þá fram í verði til neytenda,“ segir Þórir. Hann segir verðið nú þegar hafa lækkað ögn.

„Það fór mjög hátt rétt upp úr því að stríðið byrjaði. Það hefur aðeins dalað en fram undan er núna ný uppskera. Það eru þó engar stórlækkanir komnar enn þá.“