Strætisvagn skreyttur í tilefni stórafmælis myndlistarmannsins Errós sem heitir Guðmundur Guðmundsson.
Strætisvagn skreyttur í tilefni stórafmælis myndlistarmannsins Errós sem heitir Guðmundur Guðmundsson. — Morgunblaðið/Hákon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Talsvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Vakti það athygli margra að maður sem hafði verið handtekinn á veitingastað var í „stunguvesti og með stóran hníf eða sveðju“.

Talsvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Vakti það athygli margra að maður sem hafði verið handtekinn á veitingastað var í „stunguvesti og með stóran hníf eða sveðju“.

Pétur Einarsson leiðsögumaður segist hálfpartinn skammast sín fyrir það hversu illa við Íslendingar höfum haldið utan um svæðið við Seljalandsfoss sem sé einn vinsælasti áfangastaður á Íslandi.

Rúmlega tvö hundruð einkaþotur lenda í Reykjavík í hverjum mánuði yfir sumarmánuðina.

·

Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 var sagt upp af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Félagið íhugar að kaupa nýjan togara og verði það niðurstaðan þarf að gera nýja ráðningarsamninga við sjómenn.

Sigfús Sigurðsson fagnaði 104 ára afmæli sínu og sagði heilsuna vera betri en þegar hann var um áttrætt. Systir hans Bryndís verður 100 ára í nóvember.

Æskuvinirnir Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson luku akstri um Vestfirði sem þeir fóru á tveimur Massey Ferguson-traktorum . Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á og safna styrkjum fyrir Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti, og keyrðu þeir 950 km.

Ísland féll úr keppni á EM kvenna í knattspyrnu þótt liðið tapaði ekki leik í lokakeppninni. Ísland lék síðasta leikinn gegn Frakklandi í miðri hitabylgjunni á Englandi. Öllum þremur leikjum Íslands lauk 1:1.

Að leiknum loknum tilkynnti Hallbera Guðný Gísladóttir að hún ætlaði að láta staðar numið í boltanum en Hallbera er þriðja leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson er farinn að skapa sér nafn á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Glæpasagan Úti eftir Ragnar var mest selda skáldverkið í Winnipeg í Kanada í annarri vikunni í júlí.

·

Stefnt er að því að hefja kennslu í Fossvogsskóla á ný í haust eftir framkvæmdir sem gera þurfti vegna myglu. „Það eru eiginlega fjórir vetur sem börnin hafa verið meira og minna á hrakhólum,“ segir Karl Óskar Þráinsson , formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla.

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála tóku umsækjanda um alþjóðlega vernd ekki trúanlegan þegar hann greindi frá kynhneigð sinni, að því er fram kom í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Myndlistarmaðurinn Erró fagnaði nítíu ára afmæli sínu á veitingastað í París . Hér heima var listamanninum sómi sýndur með ýmsum hætti. Strætisvagnar voru skreyttir verkum hans og Listasafn Reykjavíkur bauð á yfirlitssýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsinu.

Aurskriða féll við Fjarðarselsvirkjun á Seyðisfirði .

Grjót var einnig á ferðinni af mannavöldum því grjót og hnullungar þeyttust inn á Reykjanesbrautina og yfir bílana sem ekið var eftir henni vegna sprengingar nálægt veginum þar sem framkvæmdir standa yfir.

Bann við notkun blýhagla við skotveiðar á votlendissvæðum tekur gildi í febrúar.

Rauðarárstígur verður framvegis

lokaður til suðurs við Gasstöðina á

Hlemmi og með snúningshring fyrir fólksbíla í botni götunnar. Er þetta fyrsta skrefið í áttina að því að gera Hlemm bíllausan.

·

Maximo Torero , yfirhagfræðingur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar

Sameinuðu þjóðanna, segir aukna hættu á matvælakreppu í heiminum en hann var í ítarlegu viðtali í Viðskiptamogganum.

Dæmi eru um að aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar kemur að rannsóknum á ofbeldi í nánum samböndum, að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Aðferðafræðin sem um ræðir felst í auknu samstarfi með sveitarfélögum og félagsmálayfirvöldum.

Hrun hefur orðið í súlustofninum í Eldey . Fuglaflensan er líklegasta skýringin.

Fyrirhugað er að leggja fyrstu

heildrænu lögin um landamæri og

landamæraeftirlit fyrir Alþingi í haust. Bryndís Haraldsdóttir , formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að samþykkja frumvarpið svo Ísland uppfylli skyldur sínar sem þátttökuríki í Schengen-samstarfinu en framkvæmd landamæraeftirlits mun taka umfangsmiklum breytingum.

Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Smyril Line Cargo hefjast væntanlega í Þorlákshöfn í haust.

Myndlistarkonan Ingibjörg Sigurjónsdóttir hlaut styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu.

Áformað er að nýtt íbúðahverfi með

allt að 360 íbúðum bætist við á svæðinu vestan og norðan Leirtjarnar í Úlfarsárdal .

·

Mikill áhugi er á að nota metan á millistóra flutningabíla og sendiferðabíla, að mati Jóns Viggós Gunnarssonar , framkvæmdastjóra SORPU, en metan frá gasgerðarstöðinni GAJU er m.a. notað til að knýja bíla.

Ísland er nú flokkað í fyrsta

flokk yfir varnir gegn mansali af

bandarískum stjórnvöldum á ný.

Úthlutað hefur verið 230 milljónum

króna úr sjóði vegna styrkja til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Alls fengu 22 verkefni styrk úr sjóðnum í ár.

Minkur rústaði kríuvarpinu á Seltjarnarnesi .

Framkvæmdir við fyrirhugaðan Sæbrautarstokk munu hafa í för með

sér umtalsverða röskun hjá fyrirtækjum sem eru með starfsemi í

húsum austan megin við Sæbraut.

Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa raðgreint erfðamengi 150 þúsund einstaklinga fyrir UK

biobank. Greint var frá þessu í grein í tímaritinu Nature .

Marel hyggst fækka starfsfólki um 5% á heimsvísu vegna krefjandi rekstrarumhverfis .

·

Magnús Kr. Ingason , framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festar, verður forstjóri félagsins til bráðabirgða.

Fiskistofa hefur, með tilliti til fiskgengdar í Þjórsá , fyrir sitt leyti samþykkt byggingu Hvammsvirkjunar .

Jens Albert Pétursson fagnaði 100 ára afmæli sínu og endurnýjaði ökuskírteinið á dögunum.

Hagkvæmustu loftslagsaðgerðir

stjórnvalda felast í landgræðslu ,

skógrækt og endurheimt mýrlendis , en á hinn bóginn eru ívilnanir vegna kaupa á rafbílum, bann við urðun á lífrænum úrgangi og efling innlendrar grænmetisframleiðslu beinlínis óhagkvæm og stuðla lítt að því að markmiðum aðgerðanna sé náð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands .

Ríkið þarf að koma að styrkingu ýmissa innviða í Vík í Mýrdal að mati heimamanna. Þangað koma á góðum degi allt að 5.000 ferðamenn . Segja fulltrúar sveitarfélagsins að styrkja þurfi vegakerfi, löggæslu og heilbrigðisþjónustu

Orri Hauksson , forstjóri Símans, telur að franski fjárfestingarsjóðurinn Ardian muni vilja semja um lægra kaupverð á Mílu eftir að andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins (SKE) kvað á um það að kaupin gengju ekki í gegn án skilyrða. SKE sendi í vikunni bréf til helstu aðila er tengjast sölunni þar sem „óskað er eftir sjónarmiðum um framkomin

sjónarmið samningsaðila“.

Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast

til 180 landa án þess að þurfa fyrirfram fengna vegabréfsáritun .

Fasteignafélagið Eik vinnur að því að ná samkomulagi við eigendur Lambhaga um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins fyrir 4,2 milljarða.

Íbúum landsins hefur fjölgað um ríflega 4.700 frá áramótum. Að óbreyttu munu um 385 þúsund

manns

búa á landinu í árslok.