Dúó Berta Dröfn Ómarsdóttir og Svanur Vilbergsson.
Dúó Berta Dröfn Ómarsdóttir og Svanur Vilbergsson.
Tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju lýkur á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar koma fram tónlistarhjónin Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sönglög eftir m.a. Tryggva M.
Tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju lýkur á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar koma fram tónlistarhjónin Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sönglög eftir m.a. Tryggva M. Baldvinsson, Þorvald Gylfason, Jón Ásgeirsson og Huga Guðmundsson ásamt verkum eftir Caccini og Castelnuovo-Tedesco. „Berta Dröfn og Svanur hafa komið fram saman á Óperudögum í Reykjavík, Listahátíð Samúels Jónssonar, á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og á Skriðuklaustri. Berta og Svanur eru forsvarsmenn listahópsins Mela sem staðið hefur að margvíslegum frumflutningi á nýrri tónlist og ber þar helst að nefna óperuna Raven's Kiss eftir tónskáldið Evan Fein sem sett var upp á Seyðisfirði 2019,“ segir í tilkynningu.