Í það minnsta tveir Íslendingar verða á meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hefst í München í Þýskalandi 15. ágúst.

Í það minnsta tveir Íslendingar verða á meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hefst í München í Þýskalandi 15. ágúst. Guðni Valur Guðnason kringlukastari og Hlynur langhlaupari hafa þegar náð lágmörkum í sínum greinum, Hlynur í maraþonhlaupi.

Þá eru miklar líkur á að Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari og Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari komist á mótið. Þau hafa ekki náð lágmörkum en eru það ofarlega á styrkleikalistum að miðað við stöðuna í dag verða þau á meðal keppenda. Það skýrist þó endanlega í næstu viku.