Sjósundsmaður Mikill viðbúnaður var í fjörunni í gær er leit fór fram.
Sjósundsmaður Mikill viðbúnaður var í fjörunni í gær er leit fór fram. — Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson
Leitað var að sjósundsmanni við Langasand á Akranesi seint í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 21:37 í gærkvöldi og var komin á vettvang klukkan tíu.

Leitað var að sjósundsmanni við Langasand á Akranesi seint í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 21:37 í gærkvöldi og var komin á vettvang klukkan tíu.

Þyrlan var við leit ásamt tveimur björgunarskipum frá björgunarsveitum Landsbjargar langt fram á kvöld.

Einnig var mikið um björgunarsveitarfólk á vettvangi, ýmist fótgangandi eða á sæþotum að leita í fjöru og sjó.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta var sjósundsmaðurinn að synda ásamt öðrum manni þegar hann týndist.

Útkallið til viðbragðsaðila barst um tuttugu mínútum fyrir níu í gærkvöld.