Hátíð Mikið var um dýrðir þegar ólympíuskákmótinu var slitið í gær.
Hátíð Mikið var um dýrðir þegar ólympíuskákmótinu var slitið í gær. — AFP/Arun Shankar
Íslenska sveitin í opnum flokki á ólympíuskákmótinu í Chennai á Indlandi vann Búlgaríu, 2½-1½, í lokaumferð mótsins í gær. Liðið endaði í 25.-42. sæti ef miðað er við vinninga en í 40. sæti þegar stig voru reiknuð út og endaði m.a.

Íslenska sveitin í opnum flokki á ólympíuskákmótinu í Chennai á Indlandi vann Búlgaríu, 2½-1½, í lokaumferð mótsins í gær. Liðið endaði í 25.-42. sæti ef miðað er við vinninga en í 40. sæti þegar stig voru reiknuð út og endaði m.a. bæði fyrir ofan Danmörku og Noreg. Sveitin var í 43. sæti á stigum við upphaf mótsins.

Íslenska kvennaliðið tapaði 1½-2½ fyrir Sviss í lokaumferðinni og endaði í 66.-89. sæti með 11 vinninga en 79. sæti á stigum. Sveitin var í 61. sæti á stigum við upphaf mótsins.

Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson fengu báðir 7 vinninga af 10 í opnum flokki og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir fékk 6½ vinning af 10 í kvennaflokki. Aðeins Guðmundur hækkaði á skákstigum í mótinu.

Lið Úsbekistans vann sigur í opnum flokki, endaði með jafnmarga vinninga og lið Armeníu en var mun hærra á mótsstigum. Þjálfari úsbeska liðsins var Ivan Sokolov, sem býr í Hollandi en hann er íslenskum skákmönnum að góðu kunnur og hefur dvalið oft og keppt á Íslandi.

Úkraína vann kvennaflokkinn. Liðið var jafnt liði Georgíu á vinningum en hærra á mótsstigum.