337 Sif Atladóttir er leikjahæsta knattspyrnukona Íslands.
337 Sif Atladóttir er leikjahæsta knattspyrnukona Íslands. — Morgunblaðið/Eggert
Sif Atladóttir varð í gærkvöldi leikjahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, þegar hún lék með Selfyssingum gegn Þrótti í Bestu deildinni. Sif lék þá sinn 337.
Sif Atladóttir varð í gærkvöldi leikjahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, þegar hún lék með Selfyssingum gegn Þrótti í Bestu deildinni. Sif lék þá sinn 337. deildarleik á ferlinum, samanlagt á Íslandi, í Þýskalandi og í Svíþjóð, og sló með því níu ára gamalt met Katrínar Jónsdóttur, sem hefur verið leikjahæst íslenskra knattspyrnukvenna um langt árabil. Hún lagði skóna á hilluna árið 2013. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Hólmfríður Magnúsdóttir hjá Selfossi léku sinn 336. deildarleik í gærkvöldi og jöfnuðu Katrínu.