Maraþon 80% þeirra sem hafa skráð sig eru erlendir keppendur.
Maraþon 80% þeirra sem hafa skráð sig eru erlendir keppendur. — Morgunblaðið/Eggert
35 milljónir hafa safnast í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem fer fram á laugardaginn í næstu viku. Hátt í 1.000 manns hafa skráð sig í maraþonvegalengdina í Reykjavíkurmaraþoninu og eru um 80% þeirra erlendir keppendur.

35 milljónir hafa safnast í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem fer fram á laugardaginn í næstu viku. Hátt í 1.000 manns hafa skráð sig í maraþonvegalengdina í Reykjavíkurmaraþoninu og eru um 80% þeirra erlendir keppendur. Skráningin fer vel af stað, að sögn Silju Úlfarsdóttur, upplýsingafulltrúa Íþróttabandalags Reykjavíkur, en þó sakna skipuleggjendur þeirra sem ætla að hlaupa skemmtiskokkið og 10 kílómetrana.

Þegar allt er tekið saman eru 5.000 skráðir til leiks en á metárinu, 2019, voru um 9.000 skráðir tíu dögum fyrir hlaup. „Þetta er um 40% minni skráning en metárið. En ég lít svo á að Reykjavíkurmaraþonið sé risinn á hlaupamarkaðnum og ég held að við séum að vakna eftir skellinn í Covid,“ segir hún, enda hefur hlaupið ekki farið fram í tvö ár. Hins vegar hefur góðgerðarfélögum sem styrkja Reykjavíkurmaraþonið fjölgað um hundrað frá árinu 2019. „Við erum að fara að halda hlaup eftir tíu daga og við erum ekkert smá spennt, enda erum við nú búin að skipuleggja þetta hlaup þrisvar,“ segir Silja. Hegðun fólks hafi breyst eftir Covid, sem gæti mögulega skýrt dræma skráningu í ár

veronika@mbl.is