Úrvalsliðið Perla Sól Sigurbrandsdóttir er í úrvalsliði Evrópu.
Úrvalsliðið Perla Sól Sigurbrandsdóttir er í úrvalsliði Evrópu. — Morgunblaðið/Óttar
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari og Evrópumeistari 16 ára og yngri í golfi, var valin í úrvalslið meginlands Evrópu sem keppir í Junior Vagliano-liðakeppninni 2022.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari og Evrópumeistari 16 ára og yngri í golfi, var valin í úrvalslið meginlands Evrópu sem keppir í Junior Vagliano-liðakeppninni 2022. Mótið er árlegur viðburður þar sem úrvalslið kvenna 16 ára og yngri keppa sín á milli. Perla mun, ásamt fjórum öðrum kylfingum, keppa gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands. Mótið fer fram 26.-27. ágúst á Blairgowrie-golfvellinum í Skotlandi. Keppnisfyrirkomulagið er með svipuðu sniði og í Ryder-bikarnum.