Píanóleikarinn Karl Olgeirsson kemur fram á lokatónleikum sumardagskrár Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20.
Píanóleikarinn Karl Olgeirsson kemur fram á lokatónleikum sumardagskrár Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20. Hann mun þar leika og syngja „uppáhaldslög sín eftir Cole Porter ásamt fríðu föruneyti en í ár eru 50 ár liðin frá því að Ella Fitzgerald gaf út plötuna Ella Loves Cole“, segir í tilkynningu. Með Karli leika þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Ásgeir Jón Ásgeirsson á gítar og Jóel Pálsson á saxófón, en sérstakur gestur er Sigga Eyrún. Miðar fást í miðasölu Hörpu, og á harpa.is og tix.is.