Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason ræðir á vef sínum muninn á því sem Friðrik Jónsson formaður BHM hafi kynnt í kjaramálum og svo „tætaraleið“ Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hún hafði tjáð sig um skýrslu sem rituð hefur verið í aðdraganda kjarasamninga, en í skýrslunni segir að æskilegast sé nú „að leita leiða til að tryggja kaupmátt þeirra sem verst standa á vinnumarkaði fremur en að leggja áherslu á nafnlaunahækkanir“. Sólveig Anna taldi þessa skýrslu eiga að fara „beint í tætarann“.

Björn Bjarnason ræðir á vef sínum muninn á því sem Friðrik Jónsson formaður BHM hafi kynnt í kjaramálum og svo „tætaraleið“ Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hún hafði tjáð sig um skýrslu sem rituð hefur verið í aðdraganda kjarasamninga, en í skýrslunni segir að æskilegast sé nú „að leita leiða til að tryggja kaupmátt þeirra sem verst standa á vinnumarkaði fremur en að leggja áherslu á nafnlaunahækkanir“. Sólveig Anna taldi þessa skýrslu eiga að fara „beint í tætarann“.

Á móti vísar Björn í skrif Friðriks sem segi að hér sé tilhneiging „í þá veru að „það stefni í meiriháttar átök“. Nánast virðist sem sum sem að málum komi „hlakki til fararinnar“, það er til átakanna. Að lokum sé þó alltaf samið með mismiklum ávinningi og oft megi „einmitt velta fyrir sér hvort endanleg niðurstaða hafi einmitt ekki verið fullkomlega fyrirsjáanleg strax á upphafsreit“. Því megi spyrja hvort ekki sé unnt að tryggja frið á vinnumarkaði á betri hátt.

Friðrik telur að ekki megi draga kjarasamningagerð og að stjórnvöld ættu að virkja þjóðhagsráð, þar sem fulltrúar aðila vinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda hittist til að finna leið til lausnar.

Björn segir sjónarmiðin sem Friðrik kynnir „örugglega betri leið til skynsamlegrar niðurstöðu en tætaraleið Sólveigar Önnu sem starfar í þeim anda að hennar sigur verði að valda öðrum skaða. Birtist eitthvað sem henni er ekki að skapi skuli það „beint í tætarann“. Lenínisminn lifi!“