Fimm Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er kominn í fimm leikja bann.
Fimm Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er kominn í fimm leikja bann. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann eftir að hafa fengið sína aðra brottvísun í sumar, þegar liðið tapaði 0:1 fyrir KR í Bestu deild karla í síðustu viku.
Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann eftir að hafa fengið sína aðra brottvísun í sumar, þegar liðið tapaði 0:1 fyrir KR í Bestu deild karla í síðustu viku. Með því að fá sína aðra brottvísun í sumar, fór Arnar sjálfkrafa í tveggja leikja bann, en þremur leikjum var bætt við það vegna hegðunar og framkomu hans eftir leikinn gegn KR. Hreytti hann ókvæðisorðum að Sveini Arnarssyni, sem var fjórði dómari á leiknum.