Uppbygging í Helgafellslandi.
Uppbygging í Helgafellslandi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dómsmál Arnar Jónsson, starfandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að nú sé tekist á um samkomulagið, sem kröfugerð landeiganda að landi Helgafells í Mosfellsbæ vísar til, fyrir dómstólum og að þeirra sé að leysa úr ágreiningnum.

Dómsmál Arnar Jónsson, starfandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að nú sé tekist á um samkomulagið, sem kröfugerð landeiganda að landi Helgafells í Mosfellsbæ vísar til, fyrir dómstólum og að þeirra sé að leysa úr ágreiningnum.

Að öðru leyti vísaði hann í bókun bæjarráðs frá 9. júní síðastliðnum. Þar sagði meðal annars orðrétt:

„Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að hafna kröfunni m.a. með vísan til þess að Mosfellsbær er ekki skuldbundinn af samkomulaginu sem krafan byggist á. Þá er vísað til þess að fyrir héraðsdómi er til umfjöllunar dómsmál er lýtur að stöðu þess samkomulags sem krafan er byggð á,“ sagði þar m.a.

Tæplega 69 íbúðaeiningar

Fjallað var um kröfugerð landeigenda í blaðinu í gær en krafan er að sveitarfélagið afhendi þeim alls 68,5 íbúðaeiningar vegna uppbyggingar íbúða á svæðinu og/eða greiði þeim andvirði slíkra eininga. Þar sagði að málið væri nú rekið fyrir dómstólum. Hið rétta er að höfðað var þinglýsingarmál gegn sýslumanni vegna meintra þinglýsingarmistaka, en það mál er nú rekið fyrir dómstólum. Ekki ofangreint mál.

Varðar líka áfanga 4 og 5

Landeigendur áskilja sér jafnframt rétt til að gera kröfu vegna áfanga 4 og 5 í hverfinu. Með þeim bætast við um 300 íbúðir og væri hlutur landeigenda af því um 30 íbúðaeiningar til viðbótar. Alls því um 930 íbúðir í hverfinu.

Spurður hvort þessi málarekstur tefji fyrir síðustu áföngum hverfisins kveðst Arnar eiga von á að úthlutun lóða í 5. áfanga fari fram síðar í ár en gatnagerð sé hafin. Ofangreindur málarekstur eigi þátt í þeirri töf.