Issey Miyake
Issey Miyake
Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést 5. ágúst og fór jarðarförin fram í kyrrþey. Miyake, sem var stórt nafn í tískuheiminum, var þekktur fyrir hugrekki og tilraunamennsku í stíl sínum.
Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést 5. ágúst og fór jarðarförin fram í kyrrþey. Miyake, sem var stórt nafn í tískuheiminum, var þekktur fyrir hugrekki og tilraunamennsku í stíl sínum. Hann hannaði ekki aðeins föt heldur einnig vinsælt ilmvatn sem nefnist L'eau d'Issey. Steve Jobs heitinn var meðal þeirra sem klæddust hönnun Miyakes, þ.e. svörtu rúllukragapeysunni. Miyake var virkur í yfir 50 ár og var í fatahönnun sinni óhræddur við að gera tilraunir með efni á borð við plast, stálþráð og pappír. Miyake fæddist í Hiroshima 1938 og var aðeins sjö ára þegar Bandaríkjamenn vörpuðu atómsprengju á borgina sem kostaði 140.000 manns lífið.