Systur liggja undir grun í Hedmarken.
Systur liggja undir grun í Hedmarken.
Systur á áttræðisaldri í Hedmarken í Noregi eru grunaðar um að hafa veist að 99 ára gamalli móður sinni með ofbeldi.

Systur á áttræðisaldri í Hedmarken í Noregi eru grunaðar um að hafa veist að 99 ára gamalli móður sinni með ofbeldi. Kveður Ingrid Hagen, ákærufulltrúi lögreglunnar í Innlandet-umdæminu, málið hið alvarlegasta, móðirin hafi þurft að leita læknis vegna áverka eftir dætur sínar sem eru 72 og 75 ára gamlar.

Réttargæslulögmaður móðurinnar, Helge Hartz, segist aldrei á sinni starfsævi hafa komið að máli á borð við þetta. Voru dæturnar báðar handteknar og úrskurðaðar í gæsluvarðhald í eina viku um mánaðamótin en strjúka nú um frjálst höfuð – í bili.